Lög Tannsmiðafélags Íslands
1. gr.Félagið heitir Tannsmiðafélag Íslands.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
3. gr.
Markmið félagsins eru:
- að stuðla að kynnum og samvinnu meðal tannsmiða í landinu,
- að efla og vernda hagsmuni þeirra og réttindi,
- að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna faggreinarinnar,
- að stuðla að menntun og endurmenntun tannsmiða.
4. gr.
Félagið er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI) og Samtökum atvinnulífsins (SA).
5. gr.
Félagar geta þeir orðið sem eru handhafar meistarabréfs eða sveinsbréfs í tannsmíði, BS prófs í tannsmíði eða hafa viðurkennda prófgráðu í tannsmíði frá erlendum skóla. Umsókn um aðild að félaginu þarf að berast skriflega. Um mat erlendra prófa, sér stjórn T.Í. í samvinnu við kennslunefnd námsbrautar í tannsmíði við Háskóla Íslands.
Úrsögn úr félaginu þarf að berast stjórninni skriflega og þarf viðkomandi að vera skuldlaus við félagið. Tannsmiðir sem ekki stunda sjálfstæðan rekstur eru ekki aðilar að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.
Allir félagsmenn hafa sömu réttindi.
6. gr.
Nýútskrifaðir tannsmiðir frá íslenskri menntastofnun, gerast sjálfkrafa félagar og greiða ekki félagsgjöld fyrsta árið. Eldri tannsmiðir (67ára) sem hættir eru störfum halda réttindum sínum í félaginu en félagsgjöld falla niður. Stjórn félagsins hefur heimild til að skilgreina og veita menntuðum tannsmiðum sem ekki starfa í greininni þjónustu, eftir atvikum gegn gjaldi.
7. gr.
Félagsmenn hafa siðareglur Tannsmiðafélags Íslands að leiðarljósi í starfi sínu.
8. gr.
Aðalfundur skal haldinn vor hvert. Til hans skal boða skriflega með sannanlegum hætti, með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
9. gr.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
- Fundargerð síðasta aðalfundar er lesin.
- Yfirlit yfir störf og framkvæmdir stjórnarinnar á liðnu ári.
- Endurskoðaðir reikningar fyrir liðið reikningsár.
- Farið yfir starfsáætlun yfirstandandi árs.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar.
- Kjör formanns.
- Kjör 2ja stjórnarmanna og 2ja meðstjórnenda.
- Kjör sáttanefndar (3 aðilar).
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
Önnur mál
12. gr.
Almennur félagsfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Til hans skal boðað af stjórn félagsins. Ef fimm félagsmenn fara sannanlega og skriflega fram á félagsfund skal stjórn verða við því. Til félagsfundar skal boðað, skriflega með sannanlegum hætti, með minnst þriggja daga fyrirvara.
13. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn. Formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. Meðstjórnendur sitja stjórnarfundi. Stjórnin vinnur samkvæmt gæðahandbók félagsins. Félagsgjöld falla niður fyrir stjórnarmenn.
14. gr.
Stjórn stýrir starfi félagsins milli félagsfunda. Hún undirbýr mál fyrir félagsfundi og hrindir í framkvæmd ákvörðunum félagsfunda og aðalfunda. Formaður boðar stjórnarfundi.
15. gr.
Félagið stendur ekki að kjarasamningi en gerður skal ráðningarsamningur/vinnustaðasamningur milli launþega og atvinnurekanda.
16. gr.
Tekjur félagsins renna í félagssjóð.
17. gr.
Lögum þessum má ekki breyta nema á löglega boðuðum aðalfundi enda hafi þess sérstaklega verið getið í fundarboði og frá því greint hverjar tillögur að lagabreytingum liggi fyrir fundinum. Lagabreytingar öðlast gildi hljóti þær samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða.
18. gr.
Aðalfundur getur, með sama hætti og um getur í 8.gr., ákveðið að leysa félagið upp. Fundur sá, sem það samþykkir með lögmætum hætti, ákveður einnig greiðslu skulda og hvernig ráðstafa skuli eignum félagsins.
19. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Reykjavík, 14. apríl 2011.