
Stjórn félagsins 2023
Borghildur Aðalsteinsdóttir ritari, Ingibjörg Einarsdóttir formaður, Markus Menczynski meðstjórnandi, Rakel Ásta Sigurbergsdóttir meðstjórnandi og Eva Guðríður Guðmundsdóttir gjaldkeri.
Saga félagsins
Tannsmiðafélag Íslands (TÍ) var upphaflega stofnað 19. apríl 1941, en þann 15. maí 2003 sameinaðist TÍ og Félag verkstæðiseigenda undir nafni þess fyrra.
Þar sem tannsmiðum þótti hag sínum betur borgið í einu félagi og vildu vinna saman að hagsmuna- og framfaramálum. Þennan dag voru aðalfundir félaganna haldnir samtímis að Hallveigarstíg 1 og í framhaldi af því að hvort félag um sig samþykkti sameiningu var gengið til stofnfundar nýs félags. Var eftir því tekið að sameining var samþykkt án mótatkvæða í báðum félögum.
Á stofnfundinum urðu mestar umræður um hvert skyldi vera heiti hins nýja félags. Nauðsynlegt reyndist að knýja fram úrslit með atkvæðagreiðslu og varð niðurstaðan sú að félagið heitir Tannsmiðafélag Íslands eins og hið eldra af fyrri félögunum tveimur. Á aðalfundi 2005 var kosið um nýtt merki félagsins að undangenginni hugmyndasamkeppni meðal félagsmanna. Hönnuður merkisins er Guðni Sigurbjarnason tannsmiður.
Þar sem tannsmiðum þótti hag sínum betur borgið í einu félagi og vildu vinna saman að hagsmuna- og framfaramálum. Þennan dag voru aðalfundir félaganna haldnir samtímis að Hallveigarstíg 1 og í framhaldi af því að hvort félag um sig samþykkti sameiningu var gengið til stofnfundar nýs félags. Var eftir því tekið að sameining var samþykkt án mótatkvæða í báðum félögum.
Á stofnfundinum urðu mestar umræður um hvert skyldi vera heiti hins nýja félags. Nauðsynlegt reyndist að knýja fram úrslit með atkvæðagreiðslu og varð niðurstaðan sú að félagið heitir Tannsmiðafélag Íslands eins og hið eldra af fyrri félögunum tveimur. Á aðalfundi 2005 var kosið um nýtt merki félagsins að undangenginni hugmyndasamkeppni meðal félagsmanna. Hönnuður merkisins er Guðni Sigurbjarnason tannsmiður.
Heiðursfélagar
2023 – Sigurður Einarsson
Heimildir
Tannsmiðafélag Íslands hefur staðið fyrir útgáfu á Tannsmiðatali í tvígang. Fyrri bókin var gefin út í tilefni af 50 ára afmæli TÍ árið 1991 og sú síðari árið 2013. Í þessum heimildum er rakin saga félagsins frá uppafi og upplýsingar um útskrifaða tannsmiði.- Tannsmiðafélag Íslands. (1991). Tannsmiðatal. Íslenskir tannsmiðir frá upphafi. Tannsmiðafélag Íslands. Prenthúsið.
- Tannsmiðafélag Íslands. (2013). Tannsmiðatal til ársins 2013. Tannsmiðafélag Íslands. Bókin er til sölu hjá félaginu.
Stjórn félagsins 2023-2024
- Ingibjörg Einarsdóttir, formaður
- Eva Guðríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri
- Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
- Markus Menczynski, meðstjórnandi
- Rakel Ásta Sigurbergsdóttir, meðstjórnandi
Stjórn félagsins 2021-2023
- Snædís Ómarsdóttir, formaður
- Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
- Rakel Ásta Sigurbergsdóttir, gjaldkeri
- Brynjar Sæmundsson, meðstjórnandi
- Markus Menczynski, meðstjórnandi
Stjórn félagsins 2019-2020
- Eva Dögg Sigurðardóttir, formaður
- Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari
- Rakel Ásta Sigurbergsdóttir, gjaldkeri
- Brynjar Sæmundsson, meðstjórnandi
- Markus Menczynski, meðstjórnandi