Almennt
- Starfar eftir lögum og reglum sem gilda á Íslandi um starfsréttindi tannsmiða.
- Hefur ávallt hagsmuni og velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi.
- Tryggir að fagþekking og menntun stéttarinnar sé eins og best verður á kosið.
- Aflar sér aukinnar fagþekkingar til að bæta umönnun og meðferð skjólstæðinga sinna.
- Stundar fag sitt af bestu mögulegu þekkingu og kunnáttu sem hann ræður yfir.
- Tryggir heiður og virðingu stéttarinnar með heiðarleika og góðri framkomu.
- Styður framþróun stéttarinnar í samstarfi við önnur tengd fagfélög á landsvísu og á alþjóðavettvangi í þágu félagsmanna.
- Dæmir ekki verklag eða tannsmíði starfssystkina sinna eða fagaðila, nema ef velferð eða munnheilsa skjólstæðings sé í húfi.
- Starfar ekki við fag sitt ef hætta er á að gæði þjónustu við skjólstæðing sé ábótavant.
- Þekkir takmörk sín.
Samskipti við skjólstæðinga
- Tekur ábyrgar ákvarðanir byggðar á fagþekkingu um hvaða þjónustu skuli veita skjólstæðingi, með velferð viðkomandi að leiðarljósi.
- Tryggir að þjónusta sem veitt er sé nauðsynleg og nýtir sér ekki líkamlegt eða andlegt ástand skjólstæðings né hugsanlegan fjárhagslegan ávinning af honum.
- Sniðgengur ekki af ásetningi skjólstæðing í neyð eða neitar að veita neyðarhjálp.
Réttindi skjólstæðinga
- Ver heilsu og velferð skjólstæðinga sinna án þess að það stangist á við faglegar skyldur stéttarinnar
- Þekkir takmörk sín og ef þörf er á bendir skjólstæðingi á aðrar úrlausnir eða þjónustu sem hægt er að fá.
- Viðurkennir að skjólstæðingur eigi rétt á að þiggja eða hafna þeirri meðferð sem boðið er upp á. Hann hefur rétt á að fá álit annarra tannsmiða eða fagaðila varðandi meðferðarúrræði sem í boði eru.
- Virðir þagnarskyldu um málefni skjólstæðinga sem upp koma í samskiptum þeirra.
- Fær leyfi frá skjólstæðingi til að bera undir starfssystkini sín málefni hans. Fullur trúnaður skal ríkja um málefni tengd skjólstæðingi.
- Aðstoðar skjólstæðing sinn við að kynna sér réttindi sín hjá Sjúkratryggingum Íslands og aðstoðar við gerð umsókna.
- Veit að þrátt fyrir að geta valið og hafnað þjónustu við skjólstæðing, þá skal hann virða almenn mannréttindi og ekki fara í manngreinarálit.
- Veitir þá hjálp sem í hans valdi stendur og krefst fagþekkingar hans ef neyðarástand skapast.