Verkefni í bithermi
Mynd: Unnið við tannsmíði í bithermi.

Tannsmiðir eru hluti af tannheilsuteyminu, þeir vinna að því að endurbyggja niðurbrotnar eða tapaðar tennur með því að sérsmíða lækningatæki (tanngervi) fyrir sjúklinga.

Sérsmíðuð lækningatæki eru til dæmis krónur, brýr, stálgrindur og partar, tannréttingaplötur og tannréttingaskinnur, lýsingaskinnur, tanngervi á tannplanta og heilgómar.

Réttindi og skyldur tannsmiða

Tannsmiðir á Íslandi eru heilbrigðisstarfsmenn og þeir starfa undir lögum og reglum sem um þá gilda. Einungis tannsmiðir með útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis hafa heimild til að smíða lækningatæki (tanngervi) hér á landi.

Eftirtalin lög og reglur gilda meðal annars um fagstéttina:
  • Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur tannsmiða og klínískra tannsmiða til að hljóta starfsleyfi, nr. 1123/2012
  • Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 
  • Lögum og um lækningatæki, nr. 132/2020 
  • Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997
  • Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007
  • Lög um sjúkraskrár, nr. 55/2009
  • Svo og önnur stjórnvaldsfyrirmæli sem gilda um tannsmiði.

Tannsmiðir með gild starfsleyfi eru skráðir í Starfsleyfaskrá HÉR