Fréttir frá TÍ

Tannsmiðadagurinn 27. október í Hörpu

Tannsmiðadagurinn verður haldinn föstudaginn 27. október í Hörpu og verður dagskráin haldin í salnum Kaldalóni. Tannsmiðafélag Íslands (TÍ) heldur Tannsmiðadaginn samhliða 39. ársþingi Tannlæknafélags Íslands (TFÍ). Metnaðarfull dagskrá er hjá báðum félögum og mörg áhugaverð erindi. TÍ hefur skipulag fjóra dagskrárliði sem ætlaðir eru tannsmiðum til að mynda erindi um starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna, rannsóknir í tannsmíði, hvort fyrirbyggja megi vandamál með réttum efnum og aðferðum í tann- og munngervasmíði og að lokum verður erindið „Digital or functional - a deep dive into today´s options“.

Dagskrá Tannsmiðadagsins má sjá hér.

Frestur til að skrá þátttöku er til 20. október n.k. frekari upplýsingar um skráningu er að finna hér.

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama þátttakendur til að taka daginn frá.

Á aðalfundi félagsins þann 17. maí var kosin ný stjórn. Snædís Ómarsdóttur lét af formennsku og var Ingibjörg Einarsdóttir kjörin í hennar stað. Eva Guðríður Guðmundsdóttir var kjörin í hlutverk gjaldkera í stað Rakelar Ástu Sigurbergsdóttur sem nú er meðstjórnandi í stað Brynjars Sæmundssonar sem lét af stjórnarstörfum. Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf, bjóðum nýjan formann og gjaldkera velkomnar til starfa og óskum stjórninni velfarnaðar í starfi.

Stjórn 2023–2024, Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari, Ingibjörg Einarsdóttir, nýkjörin formaður, Markus Menczynski meðstjórnandi, Rakel Ásta Sigurbergsdóttur, meðstjórnandi og Eva Guðríður Guðmundsdóttir nýkjörin gjaldkeri.

Mjög góð þátttaka var á aðalfundi Tannsmiðafélags Íslands og voru tveir félagar heiðraðir.

Sjá fleiri fréttir
Vantar þig tannsmið?

Vantar þig tannsmið?

Félagar eru um áttatíu, flestir sjálfstæðir atvinnurekendur eða einyrkjar.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 09 - 17 alla virka daga

Markmið félagsins:

Tannsmiðafélag Íslands hefur það meðal annars að markmiði að stuðla að samvinnu meðal tannsmiða í landinu, efla og vernda hagsmuni tannsmiða og starfsréttindi þeirra og gæta faglegra og félagslegra hagsmuna stéttarinnar.

Meginmarkmið félagsins eru að:
  • stuðla að kynnum og samvinnu meðal tannsmiða í landinu
  • efla og vernda hagsmuni þeirra og réttindi
  • gæta faglegra og félagslegra hagsmuna stéttarinnar
  • stuðla að menntun og endurmenntun tannsmiða

Stofnað 19. apríl 1941

Þann 15. maí 2003 sameinuðust Félag verkstæðiseigenda og Tannsmíðafélag Ísland undir nafni eldra félagsins.

Félagsmenn

Félagar eru um áttatíu, flestir sjálfstæðir atvinnurekendur eða einyrkjar.

Tengiliður hjá SI

Erla Tinna Stefánsdóttir
erla@si.is