Tannsmiðadagurinn 2023

Tannsmiðadagurinn 27. október í Hörpu

Tannsmiðadagurinn verður haldinn föstudaginn 27. október í Hörpu og verður dagskráin haldin í salnum Kaldalóni. Tannsmiðafélag Íslands (TÍ) heldur Tannsmiðadaginn samhliða 39. ársþingi Tannlæknafélags Íslands (TFÍ). Metnaðarfull dagskrá er hjá báðum félögum og mörg áhugaverð erindi. TÍ hefur skipulag fjóra dagskrárliði sem ætlaðir eru tannsmiðum til að mynda erindi um starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna, rannsóknir í tannsmíði, hvort fyrirbyggja megi vandamál með réttum efnum og aðferðum í tann- og munngervasmíði og að lokum verður erindið „Digital or functional - a deep dive into today´s options“.

Dagskrá Tannsmiðadagsins má sjá hér.

Frestur til að skrá þátttöku er til 20. október n.k. frekari upplýsingar um skráningu er að finna hér.

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama þátttakendur til að taka daginn frá.