Stjórnarkjör 2023

Á aðalfundi félagsins þann 17. maí var kosin ný stjórn. Snædís Ómarsdóttur lét af formennsku og var Ingibjörg Einarsdóttir kjörin í hennar stað. Eva Guðríður Guðmundsdóttir var kjörin í hlutverk gjaldkera í stað Rakelar Ástu Sigurbergsdóttur sem nú er meðstjórnandi í stað Brynjars Sæmundssonar sem lét af stjórnarstörfum. Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf, bjóðum nýjan formann og gjaldkera velkomnar til starfa og óskum stjórninni velfarnaðar í starfi.

Stjórn 2023–2024, Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari, Ingibjörg Einarsdóttir, nýkjörin formaður, Markus Menczynski meðstjórnandi, Rakel Ásta Sigurbergsdóttur, meðstjórnandi og Eva Guðríður Guðmundsdóttir nýkjörin gjaldkeri.

Mjög góð þátttaka var á aðalfundi Tannsmiðafélags Íslands og voru tveir félagar heiðraðir.

Að loknum aðalfundarstörfum voru ýmis málefni tekin fyrir undir önnur mál og brann þar ýmislegt á fundargestum. Ljóst er ærin verkefni bíða nýrrar stjórnar sem varða starfsumhverfi og starfsréttindi tannsmiða. 

Þátttakendur á aðalfundi TÍ 2023.

Á aðalfundinum voru tveir meðlimir félagsins heiðraðir fyrir störf sín, Sigurður Einarsson tannsmiður hefur verið ötull meðlimur félagsins og unnið að því að efla faglega þekkingu tannsmiða hér á landi. Hann átti 80 ára afmæli í fyrra og var honum árnað heilla að því tilefni. Hann var jafnframt gerður formlega að heiðursfélaga í Tannsmiðafélagi Íslands. Við óskum Sigurði til hamingju með áfangana og við erum stolt af nýjasta heiðursfélaga félagsins.

Fráfarandi formaður Snædís Ómarsdóttir, Sigurður Einarsson heiðursfélagi TÍ og Brynjar Sæmundsson fráfarandi meðstjórnandi.

Aðalheiður Svana Sigurðardóttir eða Heiða var jafnframt heiðruð fyrir störf sín fyrir félagið og nám og kennslu við Námsbraut í tannsmíði. Heiða er tannsmiður og klínískur tannsmiður og lýðheilsufræðingur, hún lauk doktorsprófi í heilbrigðisvísindum frá Tannlæknadeild HÍ árið 2022 og var ráðin í stöðu lektors og í stöðu formanns Námsbrautar í tannsmíði hjá Tannlæknadeild HÍ á síðasta ári.

Fráfarandi formaður Snædís Ómarsdóttir, Dr. Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, lektor við THÍ og Bryjnar Sæmundsson fráfarandi meðstjórnandi.

Við óskum Sigga Einars og Heiðu til hamingju með áfangana og þökkum þeim fyrir framlag sitt til fagsins og Tannsmiðafélags Íslands.