Tannsmiðir - kynning á námi

Góður tannsmiður er eftirsóttur í samfélaginu, þeir vinna að því í samvinnu við meðferðaraðila að bæta fyrir niðurbrotnar og tapaðar tennur með því að framleiða sérsmíðuð lækningatæki (tanngervi). Fagsvið tannsmiða er vítt og fást þeir við smíði króna og brúa á tannbein og tannplanta, gera tannréttingarplötur eða skinnur, stálgrindur, tannparta og heilgóma. Að auki vinna þeir við tölvustudda tannsmíði þar sem tanngervi eru bæði hönnuð í hugbúnaði og með vélbúnaði (Computer Aided  Design, CAD og Computer Aided Manufacturing, CAM). Meðfylgjandi myndband kynnir nám tannsmiða í hnotskurn.

 Hægt er að kynna sér nánar nám í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Einnig er hægt að skoða hér kynningarmyndband um námið.