591 0100

Sími

ti@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Aðalfundur 2023

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Tannsmiðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 16:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í starfi félagsins. Nánari upplýsingar hafa verið sendar til félagsmanna í netpósti.

Óskað er eftir framboðum í stjórn, m.a. í stöðu formanns. Framboð berist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Áríðandi er að tilkynna breytingar til SI svo hægt sé að tryggja að ykkur berist fréttir og tilkynningar.

Tannsmiðir - kynning á námi

Góður tannsmiður er eftirsóttur í samfélaginu, þeir vinna að því í samvinnu við meðferðaraðila að bæta fyrir niðurbrotnar og tapaðar tennur með því að framleiða sérsmíðuð lækningatæki (tanngervi). Fagsvið tannsmiða er vítt og fást þeir við smíði króna og brúa á tannbein og tannplanta, gera tannréttingarplötur eða skinnur, stálgrindur, tannparta og heilgóma. Að auki vinna þeir við tölvustudda tannsmíði þar sem tanngervi eru bæði hönnuð í hugbúnaði og með vélbúnaði (Computer Aided  Design, CAD og Computer Aided Manufacturing, CAM). Meðfylgjandi myndband kynnir nám tannsmiða í hnotskurn.

Image
Tannsmiðafélag Íslands hefur það meðal annars að markmiðum að stuðla að samvinnu meðal tannsmiða í landinu, efla og vernda hagsmuni tannsmiða og starfsréttindi þeirra og gæta faglegra og félagslegra hagsmuna stéttarinnar.
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Sími: 591 0100
Netfang: ti@si.is